CVT GRUNNUR

Hefur þig alltaf langað til að læra betur á röddina en aldrei látið verða af því? Finnst þér gaman að syngja en vantar betri undirstöðu? Þá er Complete Vocal Technique GRUNNUR eitthvað fyrir þig. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa náð 17 ára aldri og vilja bæta söngkunnáttuna sína og tækni, túlkun og framkomu, vinna bug á raddvanda og hæsi og öðlast aukið sjálfstraust í söng.

MARKMIÐ

  • Sterk undirstaða í grunni Complete Vocal Technique
  • Fá nytsamleg ráð við sviðsskrekk
  • Öðlast betri framkomu og túlkun
  • Persónulegar framfarir söngvarans

Röddin er hljóðfæri sem allir hafa og nota, bæði í daglegu lífi og margir að atvinnu. Þegar þú veist hvernig röddin virkar þá er auðveldara að læra inn á alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Complete Vocal Technique hentar öllum þeim sem vilja læra að beita röddinni á heilbrigðan hátt og forðast vandamál tengd röddinni. Með því að vinna að heilbrigðri raddbeitingu með Complete Vocal Technique getur maður losnað við hæsi og önnur óþægindi í röddinni, öðlast meiri kraft og úthald, víkkað raddsviðið, náð hærri/lægri tónum og almennt betri stjórn á röddinni. Þekktar aukaverkanir af vinnu með Complete Vocal tækni er aukið sjálfstraust og betri líðan 🙂

LENGD: 12 vikna söngnám

VERÐ: 125.900 kr

GOTT AÐ VITA: Möguleikar eru á niðurgreiðslu verðs hjá stéttarfélögum ríkisins