Einkatímar

EINKATÍMAR eru sniðnir fyrir alla þá sem vilja bæta söngkunnáttu sína þar sem kennt er eftir Complete Vocal Technique. Nám í Complete Vocal Technique felur í sér að læra grundvallaratriðin þrjú og og raddgírana fjóra sem eru notaðir bæði í söng og tali. Lögð er rík áhersla á að söngvarinn ákveði sjálfur hvaða atriði hann/hún vill vinna með og ná settu markmiði.
Unnið er í andrúmslofti sem einkennist af trausti og hreinskilni þar sem söngvarinn mun öðlast aukið vald og þekkingu á rödd sinni. Opnað verður fyrir þeim möguleikum sem rétt tækni bíður upp á raddlega og hvernig á að bregðast við vandamálum í söng.

FYRIRKOMULAG Hver tími er 45 mín að lengd þar sem söngvari kemur með lag/lög að eigin vali sem unnið verður með. Hægt er að kaupa stakan tíma eða söngkort.

VERÐ:

Stakur 9.900 kr

3 timar 24.500 kr

5 tímar 40.000 kr

10 tímar 75.500 kr