ÖRNÁMSKEIÐ CVT

Ertu týpan sem vilt smakka áður en þú kaupir? Hefurðu heyrt um Complete Vocal Technique, finnst það spennandi en veist ekkert um hvað þetta snýst? Þá er Örnámskeið í Complete Vocal Technique eitthvað fyrir þig. Námskeiðið hentar atvinnusöngvurum sem og öllum þeim sem vilja læra að syngja, hafa áhuga á söng, nota röddina í vinnu sinni, þjást af sviðsskrekk eða hæsi. Á örnámskeiðinu er þessi áhrifaríka og skemmtilega tækni kynnt, þátttakendur fá tækifæri til að syngja með undirleik og fá ráðleggingar um framhaldið.

Með því að vinna að heilbrigðri raddbeitingu með Complete Vocal Technique getur maður losnað við hæsi og önnur óþægindi í röddinni, öðlast meira kraft og úthald, víkkað raddsviðið, náð hærri/lægri tónum og almennt betri stjórn á röddinni. Þekktar aukaverkanir af vinnu með Complete Vocal tækni er aukið sjálfstraust og betri líðan 🙂

LENGD: 5 tímar (fer eftir fjölda þátttakenda)

FYRIRKOMULAG: Fyrri hluti námskeiðs fer í kynningu á grundvallaratriðum Complete Vocal Technique þar sem m.a. verður farið í stuðningsæfingar og raddgírana fjóra. Í seinni hlutanum gefst þátttakendum kostur á að syngja með undirleik undir leiðsögn kennara.

VERÐ: 9.900 kr

GOTT AÐ VITA: Hluti af námskeiðsverði gengur upp í greiðslu á grunnnámi ef viðkomandi kýs að halda námi áfram. Möguleikar eru á niðurgreiðslu verðs hjá stéttarfélögum ríkisins.