RADDBEITING MEÐ EFFEKTUM

Langar þig til að öðlast aukið hugrekki og tækni til að færa raddbeitinguna á næsta level? Viltu læra að framkvæma og ná stjórn á helstu effektunum á heilbrigðan hátt? Viltu ná að growla eins og Louis Armstrong eða distorta eins og Janis Joplin? Þá er námskeiðið RADDBEITING MEÐ EFFEKTUM eitthvað fyrir þig. Á námskeiðinu er nemandanum leiðbeint hvernig á að framkvæma alla effekta á heilbrigðan hátt og hvernig hægt er að nýta effekta til að tjá tilfinningar í raddbeitingu. Í enda námskeiðs á nemandinn að hafa öðlast aukið sjálfstraust í að framkvæma 10 effekta á heilbrigðan hátt sem og öðlast fjölmörg tæki og tól til að hrífa áhorfandann og fanga athyglina.

Við leggjum einnig mikla áherslu á að kynna söngvurum það nýjasta í Complete Vocal Technique því tæknin er í stanslausri þróun og hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Í byrjun námskeiðs verður rykinu dustað af Complete Vocal Technique og nýjungar kynntar.

EFNISÞÆTTIR:

  • Rykið dustað af Complete Vocal Technique
  • Effektar lightweight – vibrato, loft, slaufur, scream, vocal break
  • Effektar hardcore – growl, grunt, distortion, rattle, creak/creaking
  • Túlkun með effektum
  • Gera lagið að sínu
  • Sviðsframkoma

Röddin er hljóðfæri sem allir hafa og nota, bæði í daglegu lífi og margir að atvinnu. Þegar þú veist hvernig röddin virkar þá er auðveldara að læra inn á alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Complete Vocal Technique hentar öllum þeim sem vilja læra að beita röddinni á heilbrigðan hátt og forðast vandamál tengd röddinni. Með því að vinna að heilbrigðri raddbeitingu með Complete Vocal Technique getur maður losnað við hæsi og önnur óþægindi í röddinni, öðlast meiri kraft og úthald, víkkað raddsviðið, náð hærri/lægri tónum og almennt betri stjórn á röddinni. Þekktar aukaverkanir af vinnu með Complete Vocal tækni er aukið sjálfstraust og betri líðan J

FORKRÖFUR Söngvarinn þarf að hafa mikla reynslu af Complete Vocal Technique, lokið grunnnámi í CVT (og/eða öðru sambærilegu námi) eða víðtæka reynslu í söng

HENTAR SÖNGVURUM OG EINNIG ÞEIM SEM VILJA LÆRA AÐ FRAMKVÆMA EFFEKTA Í TALI.

UNDIRLEIKUR Píanóleikari eða gítarleikari verður til staðar hluta námsins

LENGD 6 vikna námskeið

VERÐ 65.900 kr

Möguleikar eru á niðurgreiðslu verðs hjá stéttarfélögum ríkisins