TÚLKUN & SPUNI

Langar þig til að öðlast aukið hugrekki og tækni til að geta farið út fyrir þægindarammann bæði í söng og framkomu? Þá er söngnámskeiðið TÚLKUN & SPUNI eitthvað fyrir þig. Á námskeiðinu lærir söngvarinn hagnýtar leiðir til að gera lagið að sínu, leika sér með mismunandi rhythma, stíla og brjótast þannig út úr kassanum sem við eigum það til að festast í. Söngvarinn hlýtur aukið sjálfstraust og eflingu á sviði túlkunar, tjáningar og framkomu, sem og öðlast fjölmörg tæki og tól til að hrífa áhorfandann og fanga athyglina.

Við leggjum einnig mikla áherslu á að kynna söngvurum það nýjasta í Complete Vocal Technique því tæknin er í stanslausri þróun og hefur tekið miklum breytingum að undanförnu. Í byrjun námskeiðs verður rykinu dustað af Complete Vocal Technique og nýjungar kynntar.

EFNISÞÆTTIR:

  • Rykið dustað af Complete Vocal Technique
  • Túlkun/Improv í 10 skrefum
  • Hvert viljum við taka lagið og hvaða leiðir getum við farið?
  • WOW faktor
  • Gera lagið að sínu
  • Sviðsframkoma

Röddin er hljóðfæri sem allir hafa og nota, bæði í daglegu lífi og margir að atvinnu. Þegar þú veist hvernig röddin virkar þá er auðveldara að læra inn á alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Complete Vocal Technique hentar öllum þeim sem vilja læra að beita röddinni á heilbrigðan hátt og forðast vandamál tengd röddinni. Með því að vinna að heilbrigðri raddbeitingu með Complete Vocal Technique getur maður losnað við hæsi og önnur óþægindi í röddinni, öðlast meiri kraft og úthald, víkkað raddsviðið, náð hærri/lægri tónum og almennt betri stjórn á röddinni. Þekktar aukaverkanir af vinnu með Complete Vocal tækni er aukið sjálfstraust og betri líðan.

FORKRÖFUR Söngvarinn þarf að hafa mikla reynslu af Complete Vocal Technique, lokið grunnnámi í CVT (og/eða öðru sambærilegu námi) eða víðtæka reynslu í söng

UNDIRLEIKUR Píanóleikari eða gítarleikari verður til staðar hluta námsins

LENGD 6 vikna söngnámskeið

VERÐ 65.900 kr
Möguleikar eru á niðurgreiðslu verðs hjá stéttarfélögum ríkisins