YNGRI KYNSLÓÐIN

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að nemandinn öðlist aukið sjálfstraust til að standa fyrir framan aðra og syngja, sem og aukið öryggi í túlkun og tjáningu. Kennt er í litlum hópum (4-6 í hóp) sem einkennast af jákvæðni og sjálfstyrkingu unglingsins. Námskeiðið stendur í 12 vikur og er opið öllum á aldrinum 8-12 ára. Á námskeiðinu könnum við alla möguleikana sem röddin hefur upp á að bjóða og uppskerum í lok námskeiðs persónulegar framfarir og aukna ánægju.

MARKMIÐ:

  • Kynnast Complete Vocal Technique
  • Vinna bug á sviðsskrekk
  • Túlkun og tjáning
  • Framför í raddbeitingu og sjálfstrausti

Röddin er hljóðfæri sem allir hafa og nota, bæði í daglegu lífi og margir að atvinnu. Þegar þú veist hvernig röddin virkar þá er auðveldara að læra inn á alla þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða. Complete Vocal Technique hentar öllum þeim sem vilja læra að beita röddinni á heilbrigðan hátt og forðast vandamál tengd röddinni. Með því að vinna að heilbrigðri raddbeitingu með Complete Vocal Technique getur maður losnað við hæsi og önnur óþægindi í röddinni, öðlast meiri kraft og úthald, víkkað raddsviðið, náð hærri/lægri tónum og almennt betri stjórn á röddinni. Þekktar aukaverkanir af vinnu með Complete Vocal tækni er aukið sjálfstraust og betri líðan 🙂

LENGD: 12 vikna söngnám

FYRIRKOMULAG: Kennslan fer fram einu sinni í viku í 1 klst í senn

VERÐ: 59.900 kr

GOTT AÐ VITA Hægt er að nota frístundakortið hjá Vocal Art