Söngnámskeið

Tæknin byggir á áralöngum rannsóknum og gengur út á það að einstaklingurinn viti nákvæmlega hvað er að gerast þegar hann er að anda, styðja undir orðin og tala í mismunandi styrkleika. Hver er tæknin á bakvið það að hækka róminn, hafa úthald í langar setningar, forðast raddþreytu og virkilega fanga athygli fólks? Hvernig er best að undirbúa sig og vinna bug á ótta við að tala fyrir framan hóp af fólki?